Leikskólinn Leikbær óskar eftir að ráða leikskólakennara

Leikskólinn Leikbær óskar eftir að ráða leikskólakennara, í starfinu getur falist tímabundin deildarstjórn.

Sæki enginn leikskólakennari um verður ráðið í stöðuna með tilliti til menntunnar og fyrri starfsreynslu.
Leikbær er einnar deildar leikskóli með 18 börnum þar sem lögð er áhersla á hreyfingu og útivist, virðingu og fjölmenningarlega kennslu. Í nánasta umhverfi skólans eru sveitabæir og einstök náttúra.

Skólinn er staðsettur í Árskógi og er í um 10 km. fjarlægð frá Dalvík og 35 km. frá Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 2. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir Gitta Ármannsdóttir leikskólastjóri í síma 4661971

Umsóknareyðublað