ATH! framlengdur frestur - Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennurum

ATH! framlengdur frestur - Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennurum

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennurum í eftirfarandi stöður:

Deildastjóri í 100% starf, viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. maí
Leikskólakennari í 100% starf

Hæfniskröfur:

 - Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun
- Jákvæðni og sveigjanleiki
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskipum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi um fræðslu barna og velferð þeirra

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá og meðmæli.
Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.

Greitt er samkvæmt kjarasamningi FL, sæki enginn leikskólakennari um kemur til greina að ráða einstakling með aðra háskólamenntun og/eða aðra starfsreynslu.
Leiðbeinendum er greitt samkvæmt kjarasamningi Kjalar.

Umsóknafrestur hefur verið framlengdur og er nú til 30. apríl 2020

Upplýsingar veitir: Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri Krílakots í síma 460-4958 eða á netfangið agusta@dalvikurbyggd.is

Á Krílakoti eru börn á aldrinum 9 mánaða - 6 ára. Deildirnar eru fimm og heita Skýjaborg, Sólkot, Mánakot, Kátakot og Hólakot. Haustið 2010 tók Krílakot sín fyrstu skref í átt að innleiðingu Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga sem er hugmyndafræði sem miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Aðferðin er kennd við Diane Gossen frá Kanada. Haustið 2018 var farið að vinna með Lubbi finnur málbein sem er námstæki til að læra íslensku málhljóðin. Einnig höfum við flaggað Grænfána í ein 4 skipti. Leikskólinn Krílakot hefur sett sér það markmið að efla útiveru barnanna með útikennslu. Verkefnin fara eftir aldri og þroska barnanna og koma inn á öll námsvið. Í Krílakoti hafa einnig verið unnin fjölmörg þróunarverkefni og má þar nefna verkefni tengd lestri, stærðfræði og fjölmenningu.

Hægt er að kynna sér meira um leikskólann á heimasíðu Krílakots https://www.dalvikurbyggd.is/krilakot