Leikskólakennarar óskast til starfa við leikskóla Dalvíkurbyggðar

Leikskólarnir Leikbær, Krílakot og Kátakot í Dalvíkurbyggð óska eftir leikskólakennurum til starfa. Frestur til umsóknar vegna starfanna er til og með 22. mars 2010

Leikskólinn Leikbær óskar eftir leikskólakennara til starfa. 

Hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Starfshlutfall og hvenær viðkomandi hefur störf getur verið samkomulag.

Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Gitta U. Ármannsdóttir í síma 466 1971. Umsóknum ber að skila til Leikbæjar eða á netfangið leikbaer@dalvik.is og verður móttaka staðfest.

Sæki enginn leikskólakennari um verður ráðið í stöðuna með tilliti til menntunnar og fyrri starfsreynslu.

Leikbær er staðsettur í Árskógi sem er í um 10 km. fjarlægð frá Dalvík og 35 km. frá Akureyri. Umhverfi skólans er einstakt, mikil nálægð er við náttúru og sveit. Lögð er áhersla á útikennslu og fjölmenningarlega kennslu.. Í leikskólanum er ein aldursblönduð deild, nemendur eru á aldrinum 9 mánaða til 6 ára.

Sjá nánari upplýsingar um skólann á  http://leikbaer.dalvik.is/

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir leikskólakennurum frá og með næstkomandi skólaári.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Dagbjört Ásgeirsdóttir í síma 466 1372. Umsóknum ber að skila á Krílakot eða á netfangið krilakot@dalvik.is og verður móttaka umsókna staðfest

Krílakot er þriggja deilda leikskóli, staðsettur á Dalvík, nemendur skólans eru frá 9 mánaða aldri til 4 ára. Í starfinu er áhersla lögð á fjölbreytt og skapandi starf og nám í gegnum leik. Kjörorð skólans eru SKÖPUN, GLEÐI, ÞOR.


Sjá nánari upplýsingar um skólann á heimasíðunni www.dalvik.is/krilakot


Leikskólinn Kátakot auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Leikskólakennaramenntun
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, jákvæðni , gleði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Upplýsingar veitir skólastjóri,Gísli Bjarnason í síma 460-4983. Umsóknum ber að skila á Kátakot eða á netfangið gisli@dalvikurskoli.is .is.

Kátakot er nýr leikskóli sem hóf starfsemi í ágúst 2009. Starf skólans er í mótun en áhersla er lögð á hreyfingu, læsi í víðum skilningi, útikennslu svo og mikið þróunarstarf. Kátakot er fyrir 4ra og fimm ára börn. 

Sjá nánari upplýsingar um skólann á heimasíðunni www.dalvik.is/katakot


Umsóknarfrestur í öll störfin er til og með 22. mars 2010.

Auglýsing