Leiklistarskólinn mættur

Leiklistarskólinn mættur
 
 

Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga er nú í fullum gangi á Húsabakka. Leiklistarskólinn  er nú haldinn í tólfta sinn en hann hefur frá upphafi verið haldin á Húsabakka í júní ár hvert. Sækja hana nemendur víðsvegar að af landinu. Sumir koma a hverju ári og telja þaðjafn mikla nauðsyn og að halda jólin árlega eða fara árlega í sumarfrí. Að þessu sinni er boðið upp á þrjú námskeið, í leikstjórn, söng og leikritun. Hópurinn lætur jafn vel af sér og endranær á Húsabakk en hann kom síðasta föstudag og verður fram á sunnudag.