Leiklistahópur Dalvíkurskóla æfir ,,Fólk á förnum vegi"

Leiklistarhópur Dalvíkurskóla æfir um þessar mundir frumsamið leikverk sem heitir "Fólk á förnum vegi" og er stefnt að frumsýningu laugardaginn 14. febrúar næstkomandi. Verkið er æft og sýnt í Ungó, leikhúsi Leikfélags Dalvíkur. Um er að ræða samstarfsverkefni Dalvíkurskóla og Leikfélags Dalvíkur á uppsetningu á leikverki fyrir unglinga og er þetta í fjórða sinn sem það er gert. Leiklist er kennd í Dalvíkurskóla sem valgrein fyrir 9. og 10. bekk og stunda alls 16 nemendur leiklistarnám í vetur. Stjórn Leikfélags Dalvíkur aðstoðar síðan ungmennin við skipulagningu og aðstoða við uppsetningu með ýmsum hætti. Leikstjóri uppfærslunnar er Arnar Símonarson en auk þess að hafa mikla reynslu af leikhúslífinu þá kennir hann á unglingastigi Dalvíkurskóla. Við gerð verksins var svokallaðri spunatækni beitt en hún byggist á samvinnu allra og á skapandi hugmyndavinnu.

Frumsýning verður eins og áður sagði 14. febrúar en áætlað er að sýna sjö sýningar. Miðaverð er 500 kr. fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri og 700 kr. fyrir fullorðna. Miðapantanir og upplýsingar í síma Leikfélags Dalvíkur : 868 9706 ( Sólveig )

Sýningaplan:

Laugardagur 14. febrúar kl. 18.00 Frumsýning

Laugardagur 14. febrúar kl. 20.00 2. sýning

Mánudagur 16. febrúar kl. 18.00 3. sýning

Þriðjudagur 17. febrúar kl. 18.00 4. sýning

Miðvikudagur 18. febrúar kl. 20.00 5. sýning

Fimmtudagur 19. febrúar kl. 18.00 6. sýning

Þriðjudagur 24. febrúar kl. 18.00 7. sýning