Leiga á beitar- og ræktunarlöndum í Dalvíkurbyggð

Á 85. fundi landbúnaðarráðs Dalvíkurbyggðar þann 3. desember 2013 var ákveðið að endurskoða ætti alla samninga um beiti- og ræktunarlönd sveitarfélagsins. Ákveðið hefur verið að segja upp öllum óformlegum samningum við einstaklinga frá og með 25. janúar næstkomandi. Þeir sem telja sig þurfa á beiti eða ræktunarlöndum að halda er bent á að hafa samband við undirritaðan fyrir 5. febrúar næstkomandi. Að gefnu tilefni skal bent á að staðfesta þarf búfjárleyfi og sýna fram á gilda ábyrgðartryggingu fyrir þann fjölda gripa sem leyfið er gefið út fyrir.


Virðingarfyllst

Börkur Þór Ottósson
sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs