Leiðbeiningar vegna sveitarstjórnarkosninga 2006 á 10 tungumálum

Almennar kosningar til sveitarstjórna fara fram 27. maí 2006 og á kosningavef félagsmálaráðuneytis www.kosningar.is má finna leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitastjórnarkosninga í vor. Leiðbeiningarnar eru á 10 tungumálum og voru þær unnar í samstarfi við Fjölmenningarsetur og Alþjóðahús.

Frekari upplýsingar má finna á ofangreindum vef eða hér til hliðar undir tenglum.