Leiðbeinandi umsóknarferli vegna fjárhagsaðstoðar

Leiðbeinandi umsóknarferli vegna fjárhagsaðstoðar er nú komin á heimasíðuna undir liðinn stjórnsýsla - reglugerðir og samþykktir - félagsmálasvið. Þar eru helstu upplýsingar um hvernig eigi að sækja um fjárhagsaðstoð, hverju á að skila inn með umsókninni og hvert á að skila umsókninni.

Fjárhagsaðstoð er veitt vegna framfærslu einstaklinga og fjölskyldna. Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Dalvíkurbyggð, hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum og geta ekki séð sér og sínum farborða með öðrum hætti. Til að hægt sé að afgreiða umsóknir þarf að skila inn þeim fylgigögnum sem tiltekin eru í umsóknarferlinu. Fjárhagsaðstoð er skattskyld og meginreglan er sú að staðgreiðsla skatts er dregin frá útborgaðri aðstoð. Þess vegna þarf skattkort að liggja fyrir við útborgun.

Hér má finna leiðbeinandi umsóknarferli fjárhagsaðstoðar

Hér má finna umsókn um fjárhagsaðstoð