Laust til umsóknar - Tímavinna á bókasafni og/eða í menningarhúsinu Bergi

Laust til umsóknar - Tímavinna á bókasafni og/eða í menningarhúsinu Bergi

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar leitar eftir starfsfólki til starfa við Bókasafn Dalvíkurbyggðar og/eða Menningarhúsið Berg.

Bókasafn Dalvíkurbyggðar leitar eftir starfsmanni í tímavinnu á laugardögum og tilfallandi afleysingar. Opnunartími safnsins á laugardögum er 13.00-16.00.

Helstu verkefni á bókasafni:

 • Þjónusta við lánþega.
 • Útlán og skil.
 • Frágangur bóka og tímarita á sína staði.
 • Starfsmaður tekur þátt í undirbúningi og frágangi ef viðburðir á vegum bókasafns falla á laugardegi.

 

Menningarhúsið Berg leitar eftir áhugasömum einstaklingum í tímavinnu til starfa við fjölbreytt starf menningarhússins.Vinnutími er eftir 17.00 á virkum dögum og breytilegur um helgar. Þar sem um er að ræða tímavinnu, er um mikinn sveigjanleika að ræða.

Helstu verkefni í menningarhúsi:

 • Undirbúningur viðburða
 • Viðvera á viðburðum
 • Ýmiss konar frágangur
 • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur beggja starfa:

 • Vinnusemi, jákvæðni og sveigjanleiki.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Metnaður í starfi og hæfni til að vinna í hóp.
 • Sjálfstæði, útsjónarsemi og skipulögð vinnubrögð.
 • Stundvísi og samviskusemi.

Vakin er sérstök athygli á því að hægt er að sækja um bæði störfin og skal það þá tekið fram í umsókninni.

Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar.

Athugið að hægt er að sækja um störfin eftir að umsóknarfresti lýkur og verða umsóknir teknar fyrir þegar þær berast.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Umsóknum skal skila inn rafrænt í gegnum Íbúagátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og skal henni fylgja kynningabréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjenda, sem og ferilskrá.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Frekari upplýsingar veitir Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningarhússins Bergs.  bjork@dalvikurbyggd.is / 848-3248