Laust til umsóknar - 100% staða almenns starfsmanns eigna- og framkvæmdadeildar

Laust til umsóknar - 100% staða almenns starfsmanns eigna- og framkvæmdadeildar

Eigna- og framkvæmdadeild gegnir veigamiklu hlutverki í sveitarfélaginu og markmiðið er að þjónusta íbúa og stofnanir sveitarfélagsins sem best.

Starfið felst í framkvæmd verkefna eigna- og framkvæmdadeildar sem eru m.a. að annast svæði og eignir sveitarfélagsins, umhirðu og almennt viðhald. Undir deildina falla Eignasjóður, Félagslegar íbúðir og Vinnuskóli. Starfsmaðurinn fer ekki með mannaforráð og næsti yfirmaður er deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg, s.s. iðnmenntun eða garðyrkjumenntun.
  • Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum.
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Rík þjónustulund og jákvæðni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Skipulagshæfni.
  • Nákvæmni.
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum.
  • Gott vald á íslenskri tungu í ræðu og riti.
  • Ökuréttindi.

Ofangreindar menntunar- og hæfniskröfur eru ekki í áhersluröð. Auk þeirra hæfniskrafna sem tilgreindar eru er leitað að lausnamiðuðum, metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem ber hag sveitarfélagsins fyrir brjósti.

Greitt er samkv. kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og Kjalar.

Með umsókn skal skila ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjenda, sem og tilnefna tvo umsagnaraðila (æskilegt er að einn þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi starfi). Umsóknarfrestur er til og með 26. mars. Upplýsingar gefur Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar, netfang steinthor@dalvikurbyggd.is eða í síma 8530220.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á Mín Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/login.aspx