Laust til umsóknar- Skipulagsfulltrúi - framlengdur umsóknarfrestur

Laust til umsóknar- Skipulagsfulltrúi - framlengdur umsóknarfrestur

SKIPULAGSFULLTRÚI

Dalvíkurbyggð - Fullt starf
Umsóknarfrestur: 28.08.2023
 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í uppbyggingu og móta framtíðarsýn sveitafélags í örum vexti? Dalvíkurbyggð leitar að drífandi og áreiðanlegum aðila í starf skipulagsfulltrúa.

 

Næsti yfirmaður er sveitastjóri Dalvíkurbyggðar. Starfshlutfall er 100% og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Starfssvið og helstu verkefni:

  • Ábyrgð á stjórnun og rekstri þ.m.t. fjármálum fyrir þá málaflokka sem heyra undir skiplagsfulltrúa.
  • Ábyrgð á stjórnun framkvæmdasviðs þ.m.t. stefnumótun, fjárhagsáætlunarvinnu og framkvæmdaáætlun ásamt veitustjóra og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
  • Yfirumsjón með skipulagsmálum í Dalvíkurbyggð.
  • Ábyrgð á framfylgd stefnu í málaflokknum.
  • Samskipti og ráðgjöf til íbúa, kjörinna fulltrúa, hönnuði og verktaka.
  • Samskipti við opinberar stofnanir og hagsmunaaðila.
  • Ábyrgð á að tekjuskráning og innheimta tekna málaflokka sé í samræmi við þau ferli og samþykktir sem eru í gildi hverju sinni.
  • Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulagsráðs.
  • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af næsta yfirmanni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
  • Góð þekking og haldbær reynsla af sambærilegum störfum.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur.
  • Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni.
  • Skipulagsfærni, nákvæm vinnubrögð og árverkni.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Metnaður til árangurs og jákvæðni.
  • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Dalvíkurbyggð er sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð með metnaðarfulla framtíðarsýn og öflugt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfið er öruggt og sérlega fjölskylduvænt með grunn- og leikskólum sem leggja meðal annars áherslu á virðingu og vellíðan. Náttúrufegurð er mikil og aðstaða til íþróttaiðkunar og hvers kyns útivistar er framúrskarandi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2023

 

Nánari upplýsingar veita Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is og Telma Eiðsdóttir I telma@mognum.is

 

Við ráðningu eru jafnréttissjónarmið jafngild öðrum málefnalegum sjónarmiðum og hvetjum við áhugasama að sækja um, óháð kyni og uppruna. Dalvíkurbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

 

Með umsókn þarf að fylgja ítarleg ferilskrá auk staðfestra afrita af prófskírteinum, sem og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Heimasíða Mögnum