Laust til umsóknar - Félagsmiðstöðin Týr

Laust til umsóknar - Félagsmiðstöðin Týr

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar leitar eftir starfsfólki til að starfa við félagsmiðstöðina Tý.

Starfstími félagsmiðstöðvar er frá byrjun september til loka maí.

Verkefnin eru af ýmsum toga og leitað er eftir áhugasömum til að koma að fjölbreyttu starfi félagsmiðstöðvarinnar. Hvort sem það er tilfallandi afleysing, klúbbastarf eða eitthvað nýtt sem viðkomandi telur að geti átt heima í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar. Starfsfólk er ráðið í tímavinnu og er því um mikinn sveigjanleika að ræða.

Hæfniskröfur:

  • Hugmyndaríkur, jákvæður og sveigjanlegur
  • Metnaðarfullur í starfi og hæfni til að vinna í hóp
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og þörf til að ná árangri
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Reynsla af vinnu með börnum og ungmennum er kostur
  • Hreint sakavottorð


Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.

Umsóknum um starfið skal skila inn rafrænt í gegnum íbúagátt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar eigi síðar en miðvikudaginn 24. ágúst. Athugið að það er alltaf möguleiki á að hafa samband við undirritaðan eftir umsóknarfrest með góðar hugmyndir. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna.

Upplýsingar um starfsemi félagsmiðstöðvar má finna á bls. 29 í starfsáætlun sviðsins á heimasíðu Dalvíkurbyggðar.

Frekari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar. gislirunar@dalvikurbyggd.is / 863-4369