Laust til umsóknar - Afleysing í íþróttamiðstöð

Laust til umsóknar - Afleysing í íþróttamiðstöð

Íþróttamiðstöðin á Dalvík auglýsir eftir aðila í tilfallandi afleysingu í vetur. Hentar vel fyrir skólafólk, því oftast vantar afleysingu seinni part dags eða um helgar.
Viðkomandi mun taka hæfnispróf sundstaða með starfsfólki núna í september til að öðlast tilskilin réttindi.
Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri og hafa hreint sakavottorð.

Áhugasamir hafi samband við Gísla Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa
gislirunar@dalvikurbyggd.is / 863-4369