Laust starf aðstoðarmanns umhverfisstjóra

Laust starf aðstoðarmanns umhverfisstjóra

 

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða aðstoðarmann umhverfisstjóra á umhverfis- og tæknisvið í 100% starf.  Um er að ræða nýtt starf hjá sveitarfélaginu.   Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast áfram í starfi og aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Starfssvið:   

  • Vinna við ýmis umhverfismál og viðhaldsverkefni
  • Umsjón með sorphirðu, snjómokstri, hálkueyðingu, hunda- og kattahaldi og  efnisnámum ásamt umhverfisstjóra
  • Almenn umhirða í sveitarfélaginu
  • Aðstoðar við skreytingar
  • Eftirlit og úrbætur á leiksvæðum
  • Önnur verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun er kostur
  • Þekking og reynsla af sambærlegum störfum er kostur
  • Ökuréttindi eru skilyrði
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Metnaður til árangurs og frumkvæði
  • Skipulagshæfileikar
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Virðing í mannlegum samskiptum

                                                                                                                             

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda umsókn um starfið á netfangið borkur@dalvikurbyggd.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá.  Nánari upplýsingar veita Börkur Þór Ottósson (borkur@dalvikurbyggd.is) og í síma 4604920.  

Laun og launakjör eru í samræmi við kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KJALAR.  Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar við ráðningu í starfið um jafnréttismál.