Laust er til umsóknar starf laugarvarðar/baðvarðar kvenna í Sundlaug Dalvíkur

Laust er til umsóknar starf laugarvarðar/baðvarðar kvenna í Sundlaug Dalvíkur. Starfshlutfall er 100% starf í vaktavinnu. Sundkunnátta og góð þjónustulund áskilin, við leitum að starfsmanni sem er traustur, reglusamur og vandvirkur. Sundlaug Dalvíkur er reyklaus vinnustaður.

Starfið felur m.a. í sér: afgreiðslu, laugarvörslu, baðvörslu í klefum kvenna, þrif og aðra almenna þjónustu við gesti sundlaugarinnar t.d. að veita upplýsingar til ferðamanna um Dalvíkurbyggð og nágrenni.

Viðkomandi þarf að gangast undir öryggispróf sundstaða og hafa/taka skyndihjálparnámskeið þ.m.t. um björgun úr laug.

Laun eru skv. samningi launanefndar sveitarfélaga og Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu.

Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eigi síðar en 1. apríl. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna merktum: Fjármála- og stjórnsýslustjóri. Eyðublöð má sækja á bæjarskrifstofurnar og á heimasíðu Dalvíkurbyggðar: www.dalvik.is

Nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í Sundlaug Dalvíkur eða í síma 466-3133, gsm: 896-3133. Netfang: sundlaug@dalvik.is

Umsóknareyðublað