Lausar stöður við Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Lausar eru til umsóknar nokkrar stöður við nýjan sameinaðan grunnskóla sem tekur til starfa í Dalvíkurbyggð 1. ágúst  2006. 

Stafsstöðvar hins nýja sameinaða grunnskóla verða tvær, Dalvíkurskóli með 295 nemendur í 1. - 10. bekk og  Árskógarskóli með 50 nemendur í 1. - 8. bekk. Allar aðstæður til skólahalds eru mjög góðar svo og búnaður, endurmenntunarverkefni eru á dagskrá ásamt Olweus áætluninni gegn einelti. ÚtEy-Félags- og skólaþjónusta starfar á svæðinu og annast sérfræðiþjónustu o.fl. fyrir skólana.

Kennara vantar í handmennt, myndmennt, heimilisfræði, upplýsinga- og tæknimennt, íþróttir, stærðfræði á unglingastigi, tungumál á unglingastigi og umsjón á miðstigi.

Upplýsingar um stöðurnar gefa Anna Baldvina Jóhannesdóttir skólastjóri í síma 460-4980, 864-5982, netf.  anna@dalvikurskoli.is ,  Gísli Bjarnason aðstoðar-skólastjóri  í  síma  460-4980, 863-1329, netf. gisli@dalvikurskoli.is   og Kristján Sigurðsson skólastjóri Árskógarskóla í síma 466-1970, 898-7331, netf.  krsig@ismennt.is       Heimasíða: www.dalvikurskoli.is 

Dalvíkurbyggð er 2000 íbúa sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð sem varð til við sameiningu þriggja sveitarfélaga árið 1998. Samgöngur eru góðar, aðeins hálftíma akstur er til Akureyrar, umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og atvinnulíf, þjónusta og menningarlíf með miklum blóma. Aðstæður til útivistar og íþróttaiðkunar eru með því besta og fjölbreytilegasta sem gerist hér á landi sumar jafnt sem vetur. Hitaveita er í öllum þéttbýliskjörnunum, ódýr upphitun og góð sundaðstaða.  Ýmsar nánari upplýsingar er að finna á  vef Dalvíkurbyggðar: http://www.dalvik.is

Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2006.

Skólastjóri