Laus störf flokksstjóra vinnuskóla Dalvíkurbyggðar

Laus störf flokksstjóra vinnuskóla Dalvíkurbyggðar

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf flokksstjóra vinnuskóla. Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.
Flokksstjórar vinnuskóla vinna náið með umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar og geta því einnig þurft að sinna störfum á því sviði.

Starfstími er frá 1 júní – 15. ágúst 2018

Hæfniskröfur:

  • Uppeldismenntun eða reynsla af störfum með börnum og unglingum er kostur.
  • Tuttugu ára eða eldri.
  • Stjórnunarhæfileikar og skipulagsfærni sem og góð fyrirmynd í leik og starfi.
  • Góð samskiptahæfni og áhugi á jafnréttismálum í víðum skilningi.
  • Áhugi á útivinnu og umhverfismálum.
  • Bílpróf.
  • Hreint sakavottorð.

 

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl nk.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/. Valið er almenn umsókn og merkt við viðkomandi starf.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og  rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is),  íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar