Laus störf flokksstjóra vinnuskóla

Laus störf flokksstjóra vinnuskóla

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laus störf flokksstjóra vinnuskóla. Flokksstjórar vinnuskóla vinna náið með umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar og geta því einnig þurft að sinna störfum á því sviði. Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.
Starfstími er frá 1. júní – 15. ágúst 2014


Hæfniskröfur
• Uppeldismenntun eða reynsla af störfum með börnum og unglingum er góður kostur.
• Viðkomandi þarf að vera orðinn tuttugu ára.
• Þarf að vera nemendum góð fyrirmynd, auk stjórnunarhæfileika, samskipta- og skipulagsfærni.
• Áhugi á útivinnu og umhverfismáli
• Bílpróf
• Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl nk.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/  
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is ), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar