Landsmót UMFÍ - keppendur úr Dalvíkurbyggð

Landsmót UMFÍ 2009 nálgast óðfluga en það er haldið dagana 9. - 12. júlí á Akureyri. Keppt verður í fjölmörgum greinum, bæði hefðbundnum og óhefðbundunm, og fjöldi þáttakenda skráður til leiks. UMSE og UFA senda sameiginlegt lið til keppni í frjálsum íþróttum og þar af eru tveir keppendur héðan en það eru þær Harpa Konráðsdóttir sem keppir í 100m-kúlu og spjótkasti og Stefanía Aradóttir sem keppir í sleggjukasti en það hafa verið miklar framfarir hjá henni í vetur og sumar og er hún ásamt annarri stelpu úr UMSE besti sleggjukastarinn í sínum aldursflokki. Að auki verða keppendur héðan í fleiri greinum svo sem í golfi og blaki.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu landsmótsins http://www.landsmotumfi.is/umfi/landsmot/