Landsbjörg heimsækir Árskógarskóla

Landsbjörg heimsækir Árskógarskóla

Hanna Bjarney Valgarðsdóttir fulltrúi slysavarnarfélagsins Landsbjargar heimsótti Árskógarskóla fimmtudaginn 26. febrúar sl. og hitti nemendur í 4. - 6. bekk. Tilefni heimsóknarinnar var að kynna fyrir nemendum nýtt námsefni í lífsleikni um slys og slysavarnir. Námsefnið heitir geimálfurinn og er hluti af átaki Landsbjargar í slysavörum barna. Hanna hitti nemendur, sýndi þeim geimálfinn og svaraði fjölmörgum spurningum nemenda um slys og störf slysavarnarfélaga.