Kynningarfundur vegna fyrirhugaðs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Í kvöld verður kynningarfundur vegna fyrirhugaðs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.
Fundurinn verður í sal Dalvíkurskóla og hefst kl. 20.
Jón Eggert verkefnisstjóri framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð mun gera grein fyrir þeim hugmyndum sem unnið er með varðandi fyrirkomulag skólastarfsins.

Mætið endilega og takið þátt í umræðunni!