Kynningarfundur Vaxtarýmis

Kynningarfundur Vaxtarýmis

Norðanátt býður upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn í haust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.

Norðanátt leitar að þátttakendum, þ.e. frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja nýta Vaxtarrými Norðanáttarinnar til að vaxa og efla sig og sín verkefni.

Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall sem beint er að sjálfbærni, með áherslu á mat, vatn og orku og er sérhannaður með þarfir þátttakendanna í huga. Teymin sem verða valin í viðskiptahraðalinn hafa því áhrif á þá fræðslu sem stendur þeim til boða.

Vaxtarrými fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast fjórum sinnum meðan á verkefninu stendur á vinnustofum á völdum stöðum á Norðurlandi. Þátttakendur kynnast reynslumiklum leiðbeinendum, frumkvöðlum, fjárfestum og stjórnendum fyrirtækja á Norðurlandi og víðar á ráðgjafafundum, sitja vinnustofur og fræðslufundi og mynda sterkt tengslanet sín á milli.

Rafrænn kynningarfundur fer fram mánudaginn 12. september nk. frá kl. 11:30 - 12:00 þar sem farið verður yfir öll helstu atriði Vaxtarrýmis ásamt því að fólki gefst kostur á að spyrja spurninga.
Hlekkur á zoom: https://us02web.zoom.us/j/83553405875

Vaxtarrými hefst 3. október og lýkur 24. Nóvember.
Sótt er um á heimasíðu Norðanáttar - www.nordanatt.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. September.

Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið nýsköpunarumhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Að verkefninu Norðanátt koma EIMUR, SSNV, SSNE og ráðgjafafyrirtækið RATA.