Kynningarfundur á hugmyndum sem unnið hefur verið með um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á Dalvík.

Kynningarfundur á hugmyndum sem unnið hefur verið með um þéttingu byggðar við þegar tilbúnar götur á…

Kynningarfundur mun verða haldinn í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík fimmtudaginn 11. apríl kl. 20.00. Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri mun fara yfir forsögu málsins og fulltrúi frá Teiknistofu arkitekta kynna þær hugmyndir sem unnið hefur verið með.

Eftirspurn hefur verið mest í minni eignir en engin skipulögð lóð er laus fyrir parhús, raðhús eða fjölbýli á Dalvík. Þetta hamlar framþróun á byggingarmarkaði og því áríðandi að leitað sé lausna. Umhverfisráð hefur unnið tillögur að nýjum lóðum sem kynntar verða á fundinum.

Allir þeir sem áhuga hafa á skipulagsmálum eru hvattir til að mæta, en hér að neðan má sjá samantekt á þeim tillögur sem unnið hefur verið með.

F.h. Dalvíkurbyggðar

Börkur Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs