Kvikmyndafélag Dalvíkurbyggðar

Kvikmyndafélag Dalvíkurbyggðar var stofnað sunnudaginn 2. mars. Stofnendur eru miklir áhugamenn um kvikmyndagerð og eru þeir Freyr Antonsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Aron Birkir Óskarsson, Kristján Guðmundsson, Axel Örn Sigurðsson og Jón Arnar Kristjánsson. Lög félagssins voru samþykkt á fundinum ásamt því að sótt var um styrki. Tilgangur félagssins samkvæmt ný samþykktum lögum er að:
  1. Félagið eigi minnst eina kvikmyndatökuvél
  2. Félagið eigi minnst eina klippitölvu
  3. Félagið eigi eða hafi greiðan aðgang að hljóð- og ljósabúnaði.
  4. Meðlimir geti nýtt sér aðstöðu til vinnslu myndefnis
  5. Meðlimir félagsins geri eftirfarandi:
    • sjái um að festa viðburði í Dalvíkurbyggð á myndband
    • minnst eina stuttmynd á ári
    • taki viðtöl við einstaklinga um þróun byggðar og mannlífs
    • fái aðila í heimsókn til námskeiðshalds
    • endurveki bíó á Dalvík með eigin efni og vel valinna mynda
    • skrifi handrit og setji á svið merka atburði í Dalvíkurbyggð.

Mjög spennandi verkefni voru samþykkt á stofnfundi og munu þau líta dagsins ljós í vor og sumar. Mikill áhugi er hjá ungu fólki í Dalvíkurbyggð á kvikmyndagerð. Það sem vantar til að efla þennan áhuga eru tæki og tól til að gera alvöru efni en þau eru dýr og ekki á færi ungs fólks að komast í slíkt. Með Kvikmyndafélagi Dalvíkurbyggðar er ætlunin að félagið eigi tækin og félagsmenn geti gengið í þau þegar þeir þarfnast.