Kvennaverkfall

Kvennaverkfall

Á morgun föstudag 24.október eru liðin 50 ár frá Kvennafrídeginum 1975.

Það verður bein útsending frá samstöðufundi á Arnarhóli í Reykjavík, sem hefst kl. 14:00, af því tilefni hefur Dalvíkurbyggð skapað vettvang fyrir konur og kvár til þess að koma saman í Menningarhúsinu Bergi.

Boðið verður upp á kaffi og hægt verður að kaupa sér veitingar á Hólnum veitingahúsinu í Bergi.

Dalvíkurbyggð hefur beint því til stjórnenda að leggja sig fram um að skapa aðstæður til að gera konum og kvárum mögulegt að taka þátt og gera þeim kleift að leggja niður störf kl. 13:00. Hluti af starfsemi sveitarfélaga er með þeim hætti að ekki er mögulegt að leggja hana alfarið niður, líkt og stuðningur við fatlað fólk. Kappkostað verður að tryggja þjónustu á öllum sviðum svo velferð, öryggi og heilsu fólks verði á engan hátt stofnað í hættu. En Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir því að stjórnendur geri vel við það starfsfólk sem ekki kemst frá vinnu.