Kvennadeild slysavarnafélagsins á Dalvík heimsækir eldri borgara n.k. laugardag

Kvennadeildin á Dalvík mun fara í heimsóknir til allra 75 ára og eldri, sem búa í heimahúsum á Dalvík og Svarfaðardal, laugardaginn 7. október næstkomandi en markmiðið með þessum heimsóknum er að auka öryggi eldri borgara í sveitarfélaginu með því m.a. að gefa bæklinginn Örugg efri ár, gefa endurskinsmerki og kanna hvort augljósar slysagildrur séu á heimilum.

Það er ósk þeirra slysavarnakvenna að eldri borgara taki vel á móti þeim og þiggi heimsóknina.