Kveðjustund Korneliu

Kveðjustund Korneliu

Í dag, föstudaginn 1. apríl, kvaddi hún Kornelia okkur. Af því tilefni var haldin lítil kveðjustund fyrir hana hér í leikskólanum í dag. Var hún útskrifuð með glæsilegri minningarmöppu fullri af myndum af veru hennar hér á Kátakoti. Hún fékk einnig að bjóða upp á Mackintosh og fengu allir einn mola. Kornelia er að flytja til Póllands aftur með fjölskyldu sinni. Við þökkum Korneliu og fjölskyldu hennar kærlega fyrir samveruna og vonum að henni vegni sem allra best í framtíðinni.