Kosningar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði

Í gærkveldi var níundi og síðasti kynningarfundur Samstarfsnefdar um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð haldinn á Akureyri. Samkvæmt norðlenska fréttamiðlinum dagur.net hafa yfir 900 manns alls sótt þessa kynningarfundi og verður það að teljast góð þátttaka. Síðastliðið mánudagskvöld var haldinn kynningarfundir í Dalvíkurskóla en hann sóttu hátt í 200 manns. Fundargerð fundarins er hægt að lesa með því að smella hér.

Nú er farið að styttast í kosningar en þær verða haldnar næstkomandi laugardag, 8. október. Í Dalvíkurbyggð verður kosið í Dalvíkurskóla og stendur kjörfundur frá kl. 10:00 - 22:00 og eru kjósendur minntir á að taka með sér persónuskilríki.

Fyrir þá sem vilja kynna sér enn frekar það sem um hefur verið rætt í tengslum við kosningarnar er bent á að fara inn á heimasíðu dagur.net sem og heimasíðu sameiningarinnar eyfirdingar.is.