Kosning á íþróttamanni ársins 2020

Kosning á íþróttamanni ársins 2020

Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Þú byrjar á að kynna þér upplýsingar um tilnefnda aðila hér.
Ferð svo inn á íbúagátt Dalvíkurbyggðar og kýst þann aðila sem þú telur eiga skilið að hljóta titilinn „íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2020“., Þú kemst inn á íbúagáttina með því að smella hér.

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 10. janúar 2021.

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn. Reglur um kjör á íþróttamanni ársins er að finna hér.

Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst fimmtudaginn 14. janúar. Ekki er ljóst með hvaða hætti það verður gert, en líklegt er að það verði með ræfrænum hætti. Við ætlum þó að bíða og sjá hvort sóttvarnarreglur breytist fyrir þann tíma.

 

Tilnefningar

Íþróttagrein

Arnór Snær Guðmundsson

Blak

Borja López Laguna

Knattspyrna

Ingvi Örn Friðriksson

Kraftlyftingar

Svavar Örn Hreiðasson

Hestar

Sveinn Margeir Hauksson

Knattspyrna