Könnun um framtíðarhlutverk ,,Gamla skóla"

Könnun um framtíðarhlutverk ,,Gamla skóla

Unnið hefur verið að málefnum "Gamla skóla"  við Skíðabraut 12 á Dalvík nú um nokkurt skeið en eftir að Tónlistarskólinn á Tröllaskaga og SÍMEY fluttu sig yfir í nýtt húsnæði hefur "Gamli skóli" staðið auður.  Bygginginn er um  70% í eigu Dalvíkurbyggðar og 30% í eigu ríkisins. Fyrir liggur áætlun um kostnaðarsamt viðhald.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er áhugasöm um að koma lífi aftur í bygginguna og  vill því gefa íbúum tækifæri til að koma sínum skoðunum eða hugmyndum um nýtt framtíðarhlutverk "Gamla skóla"  á framfæri með  því að taka þátt í þessari könnun. Niðurstöður könnunarinnar verða nýttar sem umræðupunktar fyrir  fyrirhugaðan  íbúafund um málefni "Gamla skóla"  þar sem  áhugasömum gefst enn frekara tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. 

Könnunin er opin til og með 5. október. 

Allar fyrirspurnir og/eða  ábendingar um könnunina skal senda á Margréti Víkingsdóttur, upplýsingafulltrúa, á netfanginu margretv@dalvikurbyggd.is. 

Til að taka þátt í könnun er hægt að smella á hlekkinn hérna fyrir neðan:

Könnun um framtíðarhlutverk ,,Gamla skóla"