Könnun á stöðu húsnæðismarkaðar í Dalvíkurbyggð

Könnun á stöðu húsnæðismarkaðar í Dalvíkurbyggð

Ágæti íbúi
Í lok nóvember stendur Atvinnumála- og kynningarráð fyrir fyrirtækjaþingi varðandi nýbyggingar í Dalvíkurbyggð. Markmið þingsins er að skoða og ræða þá stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði sveitarfélagsins, með áherslu á nýbyggingar.
Til þess að þingið skili sem bestum árangri er nauðsynlegt að fá yfirsýn yfir það hvernig staðan er á húsnæðismarkaðnum í sveitarfélaginu í dag.
Í því skyni biðjum við þig að taka þátt í könnun sem er aðgengileg á Mín Dalvíkurbyggð en tilgangurinn með henni er að fá svör við ýmsum spurningum er varða húsnæðismarkaðinn. Svörin eru ekki rekjanleg og fyllstu varúðar gætt varðandi persónuvernd og meðferð upplýsinga.

Til þess að svara könnun:
1. Farið inn á www.dalvikurbyggd.is
2. Smelltu á þessa mynd á forsíðunni, Mín Dalvíkurbyggð, og skráðu þig inn. Ef þú hefur ekki áður skráð þig inn á Mín Dalvíkurbyggð þarftu að fá þér íslykil en kerfið leiðir þig í gegnum það ferli og aðstoðar við innskráningu. 
3. Veldu Kannanir og kosningar (tengill neðarlega vinstra megin)
4. Svaraðu könnun

Það væri okkur mikils virði af þú sæir þér fært að taka þátt í þessu verkefni með okkur og aðstoða okkur þannig að fá sem gleggsta mynd af stöðu húsnæðismarkaðarins í Dalvíkurbyggð.

Könnunin er opin til 15. nóvember

Ef þú hefur ekki aðgang að tölvu eða treystir þér ekki til að svara þessari könnun án stuðnings er hægt að koma í þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar og fá aðstoð við að skrá sig inn í kerfið og taka þátt. Þjónustuverið er opið alla virka daga frá kl. 10:00-15:00.

Allar nánari upplýsingar gefur Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, á netfanginu margretv@dalvikurbyggd.is  eða í síma 460 4900.


Fyrir hönd atvinnumála – og kynningarráðs
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi