Könnun - 55 ára & eldri - skilafrestur nálgast

Könnun - 55 ára & eldri - skilafrestur nálgast

Við viljum byrja á að þakka þau frábæru viðbrögð sem við höfum fengið við könnun okkar um húsnæðismál í Dalvíkurbyggð. 

Nú ætlum við samt að ítreka að frestur til að skila könnuninni rennur út á föstudaginn nk. 

Hægt er eftir sem áður að skila könnuninni fram að því í þjónustuver Skrifstofa Dalvíkurbyggðar á milli kl. 10-15 nema á föstudögum, en þá er opið á milli kl. 10-13.
Þá verður einnig möguleiki að láta sækja kannanirnar fyrir þá sem vilja og stefnum við á að vera á Hauganesi kl. 15 á föstudaginn, Árskógssandi kl. 15.30 og fara sveitahringinn í framhaldi af því. Ef þið viljið láta sækja til ykkar könnunina þá biðjum við ykkur um að hringja í síma 847-4176 fyrir hádegi á föstudag.

Enn og aftur sendum við ykkur öllum bestu þakkir fyrir jákvæð viðbrögð við könnuninni.