Komnir heim úr fríinu

Farfuglarnir eru nú flestir komnir heim úr fríinu langa og óma loftin sem aldrei fyrr af fuglasöng í Friðlandi Svarfdæla. Verkefnisstjóri Náttúruseturs er sömuleiðis kominn úr tveggja og hálfs mánaða fríi sem skýrir að nokkru litla hreyfingu á heimasíðunni að undanförnu. Mál hafa þó haldið áfram að þokast nokkuð. M.a. við undirbúning sýningarinnar „Friðland fuglanna“. Hefur Árni Páll Jóhannsson verið fenginn til að sjá um hönnunarþátt hennar.  Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla styrkti verkefnið rausnarlega á dögunumn og hefur heila þökk fyrir.