Kökur og kaffi á Leikbæ

Kökur og kaffi á Leikbæ

Nú á dögunum var haldið upp á 20 ára afmæli leikskólans Leikbæjar á Árskógssandi með pompi og prakt. Börnin á Leikbæ undurbjuggu afmælið með því að búa til skraut og listaverk til þess að skreyta leikskólann. Að auki bökuðu þau afmæliskökur sem gestir fengu að gæða sér á. Opið hús var á milli kl. 10:00 og 14:00 og voru margir sem kíktu við þar á meðal 1. og 2. bekkur Árskógarskóla sem færðu börnum á Leikbæ afmæliskort sem þau höfðu sjálf búið til.

Margar góðar gjafir bárust Leikbæ í tilefni afmælisins frá foreldrafélagi Leikbæjar, Kvenfélaginu Hvöt, Hitaveitu Dalvíkur, Dalvíkurbyggð og leikskólanum Krílakoti ásamt ýmsum gjöfum frá sveitungum.

Starfsfólk og börn Leikbæjar vilja koma á framfæri þakklæti fyrir gjafirnar og allar þessar skemmtilegu heimsóknir sem þau fengu í tilefni dagsins.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi með því að smella hér.