Kofaganga, myndlistasýning og kvikmyndasýning

Kofaganga, myndlistasýning og kvikmyndasýning

Fiskidagurinn mikli er á næsta leyti og líkt og áður er fjölbreytt dagskrá í boði dagana í kringum Fiskidaginn sjálfan. Á morgun, miðvikudaginn 7. ágúst er ýmislegt í boði. 

Gengið verður upp að Kofa í Böggvisstaðadal með leiðsögn en gangan er fjölskylduganga. Lagt er af stað frá Dalvíkurkirkju kl. 16:00 en vegleg verðlaun verða dregin úr þeim nöfnum sem skrá sig í bók í kofanum.

Össur Mohr, færeyskur myndlistamaður, opnar málverkasýningu í Bergi kl. 17:00 á morgun, en sýningin heitir Glæman af fjöllum eða Ljósið frá fjöllunum. Sýningin mun standa yfir í ágúst.

Annað kvöld verður svo brot úr myndin Brotið sýnt, en það er heimildarmynd um sjóskaða sem átti sér stað á Dalvík 9. apríl 1963. Haukur Sigvaldason og María Jónsdóttir frá Dalvík, ásamt Stefáni Loftssyni kvikmyndatökumanni, eru höfundar myndarinnar. Sýningin fer fram í Bergi og hefst kl. 21:00.

Þessi viðburðir eru opnir öllum og allir velkomnir.

Nánara yfirlit yfir þá dagskrá sem er í boði á morgun, miðvikudag, sem og aðra daga í kringum Fiskidaginn er að finna á www.fiskidagur.muna.is