Kennara vantar við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar

Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar leitar eftir kennara í 100% starf. Meðal kennslugreina er u.þ.b. 8 tímar í
hópkennslu 6 – 9 ára barna ásamt annarri kennslu. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí.


Hæfniskröfur:
• Hafa ánægju af því að starfa með börnum og vera
reiðubúinn að vinna eftir stefnu skólans
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Jákvæðni fyrir nýjungum og metnaður til að ná árangri
í starfi
• Æskilegt er að umsækjandi sé með kennarapróf


Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar er skemmtilegur vinnustaður með góðum starfsanda. Við skólann starfa sjö
samhentir kennarar. Mikil og góð samvinna er á milli stofnana í lærdómssamfélagi Dalvíkurbyggðar. www.dalvikurbyggd.is/tonlistarskoli


Upplýsingar veitir Ármann Einarsson í síma 893-5254
Umsóknir skulu sendar á netfangið: armanne@dalvikurbyggd.is og verður móttaka staðfest.

Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að framvísa sakavottorði ef til ráðningar kemur.