Kennara vantar til starfa við Krílakot og Leikbæ


Leikskólarnir Krílakot og Leikbær í Dalvíkurbyggð auglýsa eftir áhugasömum kennurum.

Á Krílakoti er lausa 100% staða deildarstjóra. Um er að ræða tímabundið starf frá 2. janúar 2010 til 1. september 2010. Umsóknarfrestur er til og með 28. október. Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Dagbjört Ásgeirsdóttir í síma 466-1372. Umsóknum ber að skila á Krílakot eða á netfangið krilakot@dalvik.is . Móttaka umsókna verður staðfest. Upplýsingar um hæfniskröfur má finna hér.


Krílakot er þriggja deilda leikskóli, staðsettur á Dalvík, nemendur skólans eru frá 9 mánaða aldri til 4 ára. Í starfinu er áhersla lögð á fjölbreytt skapandi starf og nám í gegnum leik. Kjörorð skólans eru SKÖPUN, GLEÐI, ÞOR.

Á Leikbæ vantar leikskólakennara til starfa.  Upplýsingar veitir leikskólastjóri, Gitta U. Ármannsdóttir í síma 4661971. Umsóknum ber að skila
til Leikbæjar eða á netfangið leikbaer@dalvik.i s og verður móttaka staðfest. Upplýsingar um hæfniskröfur má finna hér.

Leikbær er staðsettur í Árskógi sem er í um 10 km. fjarlægð frá Dalvík og 35 km. frá Akureyri. Umhverfi skólans er einstakt, mikil nálægð er við náttúru og sveit. Lögð er áhersla á útikennslu, fjölmenningarlegakennslu og nám í gegnum leik. Í leikskólanum er ein aldursblönduð deild, nemendur eru á aldrinum 9 mánaða til 6 ára.