KEA afhendir styrki

Úthlutað var úr Menningar-og viðurkenningarsjóði KEA í gær, 4. desember og hlutu alls 26 aðilar styrki úr sjóðnum. Meðal þeirra voru Guðmundur Ingi Jónatansson sem fékk styrk til að vinna ljósmyndafilmur á rafrænt form, Menningar- og listasmiðjan að Húsabakka til að starfrækja Menningar- og listasmiðju og Félag eldri borgara í Dalvíkurbyggð og Hrísey hlaut styrk til að halda kóramót í apríl 2008. Segja má að menningar- og listalíf sé öflugt hér í Dalvíkurbyggð ef marka má fréttir síðustu daga en fjögur verkefni héðan fengu úthlutað frá Menningarráði Eyþings í síðustu viku.