Kattahald

Kattahald

Þann 2. Janúar 2013 var samþykkt reglugerð um kattahald í Dalvíkurbyggð. Reglugerðin tekur á ýmsum þáttum t.d. skráningarskyldu, hreinsun og fleira. Eitt af því sem er sérstaklega tekið fram í reglugerðinni er að kattaeigandi/leyfishafi ber ábyrgð á öllu því tjóni sem kötturinn kann að valda mönnum, dýrum, gróðri og munum. 

Af gefnu tilefni er kattaeigendum því bent á þann möguleika að hafa ketti sína í beisli þegar þeir eru úti á lóð. Dæmi eru um að kettir hafi verið vandir á það að vera bundnir úti í garði strax við fæðingu og sýna þeir ekki merki um vanlíðan þrátt fyrir skert ferðafrelsi.

Með þessu móti má koma í veg fyrir að kettir valdi skemmdum á eignum annarra og svo framv.