Karlakórinn syngur í Menningarhúsinu

Karlakórinn syngur í Menningarhúsinu

Í gær voru fréttamenn Ríkisútvarpsins á Akureyri á ferðinni hér í sveitarfélaginu og hittu meðal annars á Karlakór Dalvíkur í Menningarhúsinu þar sem kórinn söng nokkur lög fyrir sjónvarpsmyndavélarnar. Bjarni Gunnarsson, íþrótta-og æskulýðsfulltrúi, smellti þessum myndum af kórnum við það tækifæri en kórinn heldur jólatónleika sína núna 27. desember kl.20:30 í Dalvíkurkirkju.