Karlakór Dalvíkur og Fiskideginum mikla veittar viðurkenningar

Íþrótta-, æskulýðs- og menningarráð Dalvíkurbyggðar veitti, á síðasta fundi ráðsins þann 29. desember 2006, viðurkenningar og fjárstyrk til aðila sem hafa unnið að eflingu menningar á svæðinu. Ráðið veitti Karlakór Dalvíkur styrk að upphæð 100.000 krónur vegna tónleika og menningarviðburða sem kórinn hefur staðið fyrir og/eða tekið þátt í á árinu en ráðið veitti einnig stjórn Fiskidagsins mikla styrk að upphæð 100.000 krónur vegna lista- og menningardagskrár sem Fiskidagurinn mikli hefur staðið fyrir á árinu. Jafnframt var Félagi Aldraðra í Dalvíkurbyggð veittur styrkur að upphæð 100.000 krónur til eflingar starfsemi félagsins.

Það voru þeir Þorsteinn K. Björnsson, formaður Karlakórs Dalvíkur, og Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla, sem tóku við viðurkenningunum og blómvendi frá íþrótta-, æskulýðs- og menningarráði.  

Myndir frá kjöri á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar má finna hér til vinstri á myndasíðu sveitarfélagsins eða með því að smella hér.