Karítas 4 ára

Karítas 4 ára

Karítas verður 4 ára á Þorláksmessu, 23. desember. Þar sem hún verður komin í jólafrí á afmælisdaginn héldum við upp á afmælið hennar í leikskólanum í dag. Hún var búin að búa sér til glæsilega kórónu, bauð upp á ávexti og flaggaði íslenska fánanum. Börnin og kennararnir sungu svo fyrir hana afmælissönginn. Við óskum Karítas og fjölskyldu hennar innilega til hamingju með daginn.