Kalt og vindasamt í Sundlaug Dalvíkur

Sundlaug Dalvíkur er aðeins um 15°C nú í morgunsárið kl. 8:00 þegar þetta er ritað. Þetta er af völdum vinds og kulda en ekki ræðst við að keyra upp og halda viðunandi hita á lauginni þegar veðurfar er með þeim hætti sem nú er. Þrátt fyrir þetta er auðvitað opið í rækt, ljós og gufu og þeir sem þora geta hjúfrað sig úti í potti ef þeir vilja. Ekki eru líkur á að laugin hitni í eðlilegt horf í dag miðað við veðurfarið núna en venjulegt hitastig í lauginni er um 29,5 °C.