Kaldavatnslaust laugardaginn 26. október

Íbúar Dalvíkur takið eftir! Vegna viðhalds á stofnæð Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar verður kaldavatnslaust á Dalvík og í dreifbýli í nágrenni Dalvíkur laugardaginn 26. október frá kl. 7:00 og eitthvað fram eftir morgni. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.