Kaffihúsaferð

Kaffihúsaferð

Á þriðjudag og miðvikudag gerðum við kennarar og börn okkur fleiri glaða daga á aðventunni og skelltum okkur á kaffihúsið í litlum notalegum hópum. Þar fengum við góðar móttökur og gæddum okkur á kakó og piparkökum sem runnu vel niður bæði í börn og kennara. Eftir að hafa setið í rólegheitunum og spjallað saman um jólin, daginn og veginn enduðum við á bókasafninu þar sem kennararnir lásu skemmtilegar jólasögur fyrir börnin og allir áttu notalega stund saman. Myndir úr ferðinni má sjá á myndasíðunni okkar