Júlíspáin frá Dalbæ

Klúbbfélagar voru fremur ósáttir við júníspána, þó spáðu þeir fremur köldum, sérstaklega fyrri partinn en hlýnaði lítið um seinni hlutann eins og þeir ætluðu. Í dag reikna þeir með svipuðu veðurfari fram um miðjan mánuð og nánast vætulaust. Félagar telja að breyting verði á er nálgast hundadaga og óttast þá rigningar og jafnvel óþurrka. Klúbbfélagar segja tungl kvikna 14.júlí í s.s.a. og senda heyskaparkveðjur.

Þótt hlýni allur heimurinn
Og hræðsla grúpi mannskapinn.
Á gamla Fróni gagnstætt er
því gjarnan kólnar veðrið hér.