Júlíspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Fundur var haldinn í Veðurklúbbnum á Dalbæ 28.júní síðastliðinn. Félagar klúbbsins voru ekki ánægðir með júníspána. Tugl kviknar í austri 1.júlí næstkomandi. Mánuðurinn verður kaldur með áframhaldandi norðlægum áttum, en eitthvað aðeins kaflaskiptum. Tungl kviknar í vestri 30. júlí. Hugsanlega skiptir eitthvað til hins betra í byrjun hundadaga (13/7) en mjög lítið.

Ekki uppörvandi spá en svona er þetta bara.

Með kveðju,

Veðurklúbburinn á Dalbæ.