Jónsmessubál

Jónsmessubál

Miðvikudaginn 23. júní stendur hið nýstofnaða félaga Ferðatröll fyrir Jónsmessubáli við Tungurétt í Svarfaðardal. Um klukkan 21:00 verður eldur tendraður. Sólveig Rögnvaldsdóttir sögukona kvöldsins, segir jónsmessuævintýri og sungið verður við varðeldinn. Gítar verður með í för og gott skap í poka fyrir alla.  Heyrst hefur að hestamenn ætli að ríða fram á Tungur. Þeir leggja af stað frá Holti klukkan 19:30 og einhverjir bætast við á leiðinni. Miðnæturganga Ferðafélags Svarfdæla leggur af stað frá bálinu um klukkan 10:30. Gengið að Skriðukotsvatni sem er í u.þ.b. 500 m hæð. Gangan er um 2 klst. Allir eru hvattir til að mæta með nestiskörfurnar á Jónsmessubál og eiga góða stund í góðum félagsskap við Tungurétt á miðvikudagskvöldið.