Jón S. Sæmundsson tekinn við starfi launafulltrúa

Guðný Rut Sverrisdóttir hefur nú látið af starfi launafulltrúa Dalvíkurbyggðar en hún á að baki 13 ára starfsaldur hjá Dalvíkurbyggð. Jón S. Steingrímsson var á haustdögum ráðinn í starf launafulltrúa í stað Guðnýar og hefur hann þegar hafið störf. Jón er staðsettur á fyrstu hæð Ráðhússins og er hægt að ná á honum í síma í 460-4906 eða senda á hann póst á jons@dalvik.is.