Jón S. Sæmundsson ráðinn í starf launafulltrúa

Jón S. Sæmundsson hefur verið ráðinn í starf launafulltrúa Dalvíkurbyggðar en umsóknarfrestur rann út 19. ágúst sl. Jón verður með aðsetur í Ráðhúsinu og hefur þegar hafið störf. Jón er sjávarútvegsfræðingur að mennt og lauk hann stúdentsprófi af viðskiptabraut Verkmenntaskólans á Akureyri.  Capacent ráðningar höfðu umsjón með ráðningarferlinu.